tisa: Það var Ernest

föstudagur, febrúar 03, 2006

Það var Ernest

Muniði eftir barnatímanum í forðum? Kærleiksbjörnunum, Dodda á gula og bláa bílnum, Steinþursunum, Herramenn og Herrafrúr og Fílavampírunni?

Já fílavampíran.
Það hefur angrað mig vel og lengi það að ég gat ómögulega munað hvað sú persóna hét. Þær vangaveltur eru búnar að ofsækja mig, þangað til í gær.

Þá ákvað að gúgla því og viti menn, fílavampíran ástkæra heitir Ernest the Vampire.

Nú get ég loksins sofnað á kvöldin.


Asnalegir hlutir angra mig mest.

Svo hef ég líka oft spáð í því hvað prinsessan hét sem var uppi í turni og svo lét hún hárið vaxa alla leiðina niður.
Hvað hét hún?

Úff...

Best að fara að þvo föt og fleira skemmtilegt sem mér dettur í hug.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:54

2 comments